Nexpo opnar fyrir tilnefningar
Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar í Nexpo á vef Kjarnans. Simon hvetur alla til að tilnefna, enda er þetta jú verðlaunahátíð fólksins. Hátíðin er haldin í samstarfi við Nýherja, Kjarnann, Landsbankann og Klak-Innovit.
Nexpo hefur aðeins breyst frá í fyrra og er nú kosið í átta flokkum og eru tveir af þeim nýir.
Verðlaunaflokkar í Nexpo 2015 eru eftirfarandi:
- Vefhetjan
- Vefur ársins
- Herferð ársins
- Stafrænt markaðsstarf ársins
- App ársins
- Besta óhefðbundna auglýsing ársins
- Sprotafyrirtæki ársins (nýtt)
- Besti markaðsárangur sprotafyrirtækis (nýtt)
Lokað verður fyrir tilnefningar 16.mars og að því loknu velur dómnefnd fimm í hverjum flokki áfram. Haldin verður netkosning sem gildir 50% á móti atkvæðum dómnefndar.
Nexpo 2015 verður haldið 27.mars í Bíó Paradís klukkan 18 og eru allir velkomnir. Boðið verður upp á léttar veitingar og drykki. Einnig verða fluttir örfyrirlestrar milli kynninga á vegum Simon og Klak-Innovit.
Hér má sjá sigurvera Nexpo frá síðasta ári:
- Vefur ársins Nikita
- Herferð ársins Samgöngustofa, Síminn og Tjarnargatan
- Bjartasta vonin Plain Vanilla
- Áhrifamesta fyrirtækið á samskiptamiðlum Guide to Iceland
- App ársins Quiz up
- Óhefðbundin auglýsing Bleika slaufan
- Vefhetjan Rakel Sölvadóttir stofnandi Skema.
Nýherji er aðalstyrktaraðili Nexpo 2015.