Youtube prufar myndbönd með mörg sjónarhorn

Nú hefur Youtube birt fyrsta myndbandið sem hægt er að horfa á frá mörgum sjónarhornum. Þetta er nýjung sem Youtube er að prufa og má allt eins gera ráð fyrir að verði vinsæl í framtíðinni fyrir ákveðnar tegundir myndbanda eins og til dæmis tónlistarmyndbönd. Einnig getur maður séð fyrir sér að það sé mjög flott að sjá mörk í fótboltaleikjum og geta skipt á milli myndavéla jafnharðan og markið fæðist.

Valmöguleikar um nýtt sjónarhorn birtast hægra megin á skjánum þegar myndbandið er spilað eins og sést á myndinni að ofan. Langbest er þó bara að prufa að kíkja á myndbandið og sjá að eigin raun.

Fyrsta myndbandið sem birtist með þessum hætti er með tónlistarkonunni Madilyn Bailey. Þar sem þetta er enn á tilraunarstigi hjá Youtube er ekki hægt að setja myndbandið hingað inn í þessa færslu heldur þurfið þið að fara hingað til að sjá myndandið.