Viltu vinna Pebble Steel?

Við birtum nýlega umfjöllun um Pebble Steel snjallúrið og vorum mjög hrifnir af því. Úrið fengum við að láni frá snillingunum í Tölvutek. Þeir hafa verið leiðandi í sölu snjallúra á Íslandi og eru með allar tegundir af Pebble úrum til sölu, á frábæru verði.  Þegar kom að því að skila úrinu í Tölvutek tóku þeir ekki í mál að fá það til baka heldur vildu endilega koma því á úlnliðinn á einum af okkar frábæru lesendum. Við ætlum því að gefa ykkur, lesendur góðir, þetta svarta Pebble Steel snjallúr sem kemur bæði með stál ól og leðuról. Úrið virkar bæði með Android og iOS snjallsímum.

Eina sem þú þarft að gera til að komast í pottinn er að líka við okkur á Facebook og setja svo inn athugasemd hér við þessa færslu hér á Facebook, hvergi annars staðar. Við drögum fljótlega út vinningshafann í beinni útsendingu í Tæknivarpinu á Kjarnanum. Og, eins og fyrr sagði, aðeins þeir sem eru  vinir okkar á facebook eiga möguleika á að vinna.