Fræðslufundur VÍB: “Breytt umhverfi fjölmiðla” – myndband
VÍB hélt fræðslufund um breytt umhverfi fjölmiðla fyrr í morgun. Jökull Sólberg Auðunsson sá um framsögu og við tók svo pallborðsumræða. Þátttakendur voru Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, Ingólfur Bjarni Sigfússon, vef- og nýmiðlastjóri RÚV, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, ritstjóri Blæs, og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365. Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka sá um að stjórna pallborðsumræðum.
Hægt var að taka þátt í umræðunni með kassamerkinu #VIBfundur.
Framtíðin er björt fyrir fjölmiðla held ég en að fólk fái borgað fyrir að vinna við fjölmiðla sem “alvöru vinnu” er að deyja út #VIBfundur
— Þossi (@thossmeister) February 10, 2015
ég hef á tilfinningunni að vef- og nýmiðlastjóri RÚV sé einhversskonar gríntitill #VIBfundur
— Hans Orri Kristjánss (@hanshatign) February 10, 2015
Áætlanir RÚV fyrir framtíðina á intervefjunum ganga út á að gera aðra hluti en aðrir… sérstaklega fyrir börn. #VIBfundur #WaitWhat
— Stefan Hrafn Hagalin (@StefanHagalin) February 10, 2015
Ef eitthvað birtingarhús segir að RÚV og Fréttablaðið sé það eina sem þarf að nota þá geta þau lokað sjoppunni og hætt þessu. #VIBfundur
— Hilmar Þór (@hilmartor) February 10, 2015
Fyrir mér viðskiptamódel @blaeris eina sem gengur upp in the long run, risaeðlurnar á pallborðinu eflaust mjög þungt hugsi #VIBfundur
— Arnór Hreiðarsson (@arnorhreidars) February 10, 2015
Nýmiðlastjórinn byrjar að predika um að Facebook sé ekkert svo mikilvægur fyrir RÚV. #WhataNýmiðlastjóri #vibfundur
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 10, 2015
Krökkunum í @vibstofan tókst að finna heila konu til að taka þátt í pallborði með þremur körlum á eftir karlsframsögunni. #Afrek #VIBfundur
— Hildur Lilliendahl (@snilldur) February 10, 2015