Tæknivarpið: Öppin í iOS verða stærri í framtíðinni

Tölvurisinn Apple kynnti á dögunum að stærð appa sem hægt er að bjóða upp á í AppStore hafi verið tvöfölduð. Takmörkin hafa alltaf verið tvö gígabæti en nú er takmarkið orðið fjögur gígabæti. Jafnvel þó fæst öpp hafi slagað upp í hámarkið markar þessi breyting ákveðin tímamót í appheimum.

Tæknivarpið fjallar um stærð appa og hvers má vænta af öppum framtíðarinnar í þætti vikunnar. Umsjónarmenn eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Bjarni Ben, Andri Valur Ívarsson og Atli Stefán Yngvason.

Auk þess að fjalla um öpp í AppStore ræða þeir orðróminn um að Apple sé að hanna bíl. Það mál hefur fleiri anga en að nú sé að verða til tölvubíll, eins og þeir fara vel yfir. Fréttir af snjallúrum eru jafnframt til umræðu.


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar eða á síðu Kjarnans eða fá alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum