Skjáskot: Davíð Lúther hjá Silent

Næstur í skjáskotinu hjá okkur er Davíð Lúther (@davidluther) frá Silent.
Davíð Lúther og Frú

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?

Ég heitir Davíð Lúther, á 2 frábær börn og glæsilega eiginkonu. Ég starfa sem framkvæmdarstjóri hjá fyrirtækinu SILENT sem framleiðir skemmtilegt efni fyrir hina ýmsu miðla. Einnig er ég með puttana í því að koma hamingjusamasta hlaupi í heimi til landsins, The Color Run.

Hvernig síma notarðu dags daglega?

iPhone 6 er það núna, er frekar mikil símaböðull. Var með iPhone 5s núna í desember, en ég ákvað að fara með svona “vatnshelt” cover yfir símann ofan í Bláa lónið, það virkaði í smá stund og síminn drukknaði.

Hvað elskar þú við símann þinn?

Hann gefur mér alla þær upplýsingar sem ég þarf hverju sinni, hann er aðstoðarmaður minn!

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?

Hann getur stundum truflað ansi mikið þegar maður er í fríi, hann er stríðinn.

Hvaða app notarðu mest?

Ég held ég verði að segja bara póstforritið, facebook og YouTube

Fimm uppáhalds öppin þín

Dropbox, Facebook, Instagram, YouTube og Meniga

Hver er draumasíminn þinn?

Síminn sem ég er með í dag held ég bara, en fljótt er það að breytast.

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?

Prenta gula minnismiða, ha.. hvernig væri það!

image1