Apple frumsýnir nýja iPad auglýsingu með Martin Scorsese
Óskarverðlaunin verða afhend í kvöld og af því tilefni frumsýndi Apple nýja iPad Air 2 auglýsingu. Óskarsverðlaunahafinn Martin Scorsese les inn á auglýsinguna sem sýnir hvernig iPad spjaldtölvur eru notaðar við kvikmyndagerð.
Nemendur í kvikmyndanámi fengu iPad Air 2 spjaldtölvur til að framleiða stuttmyndir sem má sjá brot úr á vefsíðu Apple. Á síðunni eru svo tekin saman nokkur iPad öpp sem henta vel við handritaskrif, hjóðvinnslu, eftirvinnslu og fleira. Ferlið og afraksturinn var svo tekið saman í einnar mínútu langa auglýsingu. Sjón er sögu ríkari.
Heimild: Apple