Nýr HTC One – Myndir leka
HTC One M9 er á leiðinni og á að fá smá andlitslyftingu. HTC One M8 var nokkuð vinsæll Android sími og virðist hafa haldið HTC í baráttunni aðeins áfram. M8 var með nýstárlega myndavél með tveimur Ultrapixel myndflögum, sem skeytti myndum saman og gerði manni kleift að breyta um fókus eftir að mynd eftir hefur tekið. Það var áhugaverð tilraun til að búa til eitthvað nýtt, en fékk mikla gagnrýni fyrir lága upplausn (4mp myndir). Svo var myndavélin bara ekki nógu góð og kom illa út í prófunum.
HTC kann þó að búa til fallega síma og þá úr áli eins og vinir þeirra í Cupertino. M7 og M8 eru vel hannaðir snjallsímar, og virðist M9 ekki vera síðri. Staðfestar myndir hafa nú lekið á netið og hér má sjá útgáfu af símanum með tvílita álumgjörð. Af myndunum að dæma hefur start-takkinn verið færður á hliðina, sem Simon hefur öskrað eftir síðustu árin. Takkinn var áður ofan á símanum sem er einkum óþægilegt.
M9 á að bæta myndavélina og fer í 20 mp myndavél með tvær myndflögur (eða eina). En í stað þess að þetta séu tvær myndavélar á sitthvorum staðnum aftan á símanum, þá er þetta sama myndavélin á sama staðnum. Þeir fara líka í tvítóna flass, sem hjálpar þér að taka aðeins skárri myndir með flassinu (skynja litahita umhverfis og flassar eftir því). Annar orðrómur er að UltraPixel tæknin verði færð framan á myndavélina, og að sú aftari nýti ekki UltraPixel.
Rafhlaðan á að fá ágætis stækkun og verður líklega 2840 mAh sem er stórt stökk. Rafhlöður í HTC One hafa alltaf verið í minna lagi og hafa samt verið merkilega endingagóðar.
Viðmótið á að breytast og nú kemur út sjöunda útgáfan af HTC Sense.
Lítið annað virðist breytast. Hraður örgjörvi (S810), 3GB vinnsluminni, 32 geymslupláss með mSD stækkun, álumgjörð, fimm tommu skjár og 1080p upplausn.
Svo er orðrómur um að HTC verði með stærri útgáfu af símanum tilbúna á sama tíma. Hér smá sjá óstaðfestar myndir af símunum hlið við hlið. Stærri síminn á að vera með 5,5 tommu skjá (skiptir það einhverju máli?) og Quad HD upplausn. Það hefur því miður ekkert verið að leka um stærri símann eftir að staðfestu myndirnar komu.
Síminn verður kynntur 1.mars á Mobile World Congress. Okkur líst vel á þennan síma, og það er fínt ef þeir gefast upp á þessari Ultrapixel tækni sem gekk aldrei upp almennilega. Hvað finnst ykkur?