Ný 12″ Macbook Air Retina væntanleg í þremur litum

Nú gengur orðrómur um að Apple muni á næstunni gefa út nýja Macbook Air fartölvu með 12″ Retina skjá. Fyrri Macbook tölvur hafa skartað annað hvort 11,6″ eða 13,3″ skjá en hin nýja tölva á að vera mun þynnri og léttari en fyrri tölvur.

macbook_air_12_display_2

3D listamaðurinn Martin Hajek teiknaði tölvuna upp eftir upplýsingum sem hafa lekið á undanförnum vikum. Það ber að hafa í huga að svona gæti tölvan litið út en það er óvíst þar sem þetta eru teikningar byggðar upplýsingum sem hafa lekið.

Ný 12″ Macbook Air Retina (vinstri) og gamla 13″ Macbook Air (hægri)

 

Líklega munu tölvurnar koma í þremur litum eins og iOS tæki Apple: Space Grey/Black, Gold og Silver.

Macbook Air Retina Gull

 

Macbook Air Retina gæti markað endurkomu svarta litarins fyrir Apple fartölvur

 

Talið er að upplausnin á skjánum verði 2304×1440, örgjörvinn verði Broadwell Core M og aðeins eitt USB tengi verði á vélinni sem verði notað til að setja hana í hleðslu við rafmagn. Ef eitthvað er að marka fréttir af þessum leka mun tölvan koma út um mitt ár 2015.

Heimildir:
Martin Hajek
MacRumors