Nokia XL prófaður – Myndband

Nokia kynnti 3 ný tæki á MWC ráðstefnunni sem eiga að brúa bilið á milli Asha og Lumia símanna. Nýja línan heitir Nokia X og inniheldur ódýr snjalltæki. Það áhugaverðasta við línuna er að tækin keyra á Android en fyrir þá sem ekki vita var Nokia keypt af Microsoft í fyrra og kom þetta mörgum því á óvart.

[youtube id=”-EXt_xRwl1o” width=”600″ height=”350″]

Tækin heita Nokia X, X+ og XL. Það sést ekki að tækin séu byggð á Android því þau eru mjög svipuð og Windows Phone og Asha tækin í útliti og notkun. Heimaskjárinn byggir á flísunum sem við þekkjum úr Windows Phone og er án allra Google þjónusta sem einkenna Android. Nokia fór því svipaða leið og Amazon gerði með Kindle Fire tækin og sniðgekk allt sem tengist Google á Android. Steven Elop, forstjóri Nokia, sagði að tækin væru gerð til þess að koma nýjum notendum inn í Microsoft og Nokia þjónustur. Það er því sér Nokia app markaður á tækjunum í stað Google Play store. Á þessum markaði er svo hægt að fara í aðrar app verslanir sem þekkjast helst í löndum eins og Rússlandi. Í tækjunum er innbyggt “file manager” app og því er mjög auðvelt að setja inn öpp beint af .APK skjölum.

Tækin eru öll afar litrík eins og þekkist á Lumia og Asha. Þau eru frekar vel byggð, úr hörðu plasti og fara vel í hendi. Innvolsið er frekar slappt, en það kemur ekki á óvart þar sem að tækin eru mjög ódýr. Símarnir keyra allt nokkuð vel og var lítið um hökt við þær prófanir sem ég gerði. Það verður mjög spennandi að sjá hvað fiktarasamfélag XDA gerir þegar síminn kemur út.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] áttu nær óskipta athygli fjölmiðla þetta árið. Samsung kynnti nýjan Galaxy S síma og Nokia kom með Android símtæki sem fáir vildu sjá. HTC ákvað að halda sína eigin tilkynningu, já eða tvær. Nýtt flagskip […]

Comments are closed.