Snapchat lokar á Windows Phone notendur

Snapchat hefur aldrei gefið út app fyrir Windows Phone. Aðrir hugbúnaðarframleiðendur eins og Rudy Huyn hafa séð til þess að öpp eins og 6snap gera Windows Phone notendum að senda og taka við snöppum en það verður ekki í boði lengur. Snapchat hefur nú látið taka 6snap, ásamt öðrum öppum sem tengjast þjónustu Snapchat, úr Windows Phone Store. Þar að auki hefur Snapchat lokað á reikning þeirra notenda sem nýta sér þjónustuna á Windows Phone öppum.

Ástæðan fyrir þessu er að Snapchat telur að öryggi notenda sé ógnað með þessum öppum. Þeir Windows Phone notendur sem Snapchat hefur nú þegar lokað á geta skipt um lykilorð á Snapchat og komist aftur inn. En ef það er gert ítrekað og notandinn hættir ekki að nota öpp frá þriðja aðila mun Snapchat loka til frambúðar á reikning viðkomandi.

Windows Phone notendur á Íslandi hafa skipst á skoðunum um þetta mál í Facebook hópnum Windows 7 og 8 símar og mælum við með að Windows notendur fylgist með umræðunni þar.

Bloggpóstur Snapchat um öpp frá öðrum framleiðendum (third-party)
Skilaboð Snapchat til notenda sem nota öpp annarra framleiðenda

Windows 7 og 8 símar – Facebook hópur