Kingdom Rush Origins minnkar framleiðni þína

Kingdom Rush Origins kom út fyrir helgina og er í boði fyrir Android og iOS tæki.

Þetta er hefðbundinn “tower defence” leikur þar sem leikmenn byggja turna og verjast árásum ýmissa kvikinda. Þó þú þurfir að punga út nokkrum krónum fyrir leikinn er líka hægt að kaupa viðbætur eins og nýjar hetjur og galdra en það er ekki nauðsynlegt þó það hjálpi þér að komast í gegnum leikinn.

Gnome Shop Vez'man

Ironhide Studios hræðast greinilega ekki höfundarrétt því litlum bangsa fígúrum bregður fyrir sem kallast Awoks og ákveðinn karakter úr frönskum teiknimyndasögum situr við iðju sína í einu borðinu.

Awoks og Steinríkur

 

Það er óhætt að segja að leikurinn sé ávanabindandi. Við eyddum helginni í að prófa hann og miðað við umtalið á Twitter þá virðist framleiðni landsins á niðurleið eftir að hann kom út.

 

Leikurinn lítur mjög vel út, hljóð og músík er til fyrirmyndar en fyrst og fremst er spilun leiksins frábær og því mælum við með að lesendur næli sér í eintak.

Kingdom Rush Origins

 

Þetta er þriðji leikurinn í Kingdom Rush seríunni en nánari upplýsingar um fyrri leiki má nálgast á kingdomrush.com.

Kingdom Rush Origins HD (iPad) $4.99
Kingdom Rush Origins (iPhone) $2.99
Kingdom Rush Origins (Android) $2.99
Kingdom Rush Origins (Amazon) $2.99