Fékkstu iPhone í jólagjöf? Náðu þá í þessi öpp.

Hvað er betra en að afkassa splunkunýjan snjallsíma og ná í ný öpp? Þau sem við teljum hér upp eru með þeim bestu fyrir iPhone að okkar mati en eru ekki endilega einungis fyrir iPhone. Nokkur þeirra eru til fyrir Android og jafnvel Windows Phone líka.

Hyperlapse (Frítt)
Eitt besta app ársins. Gefið út af Instagram og gerir þér kleift að taka time-lapse myndbönd sem líta vel út þökk sé hristivörn appsins.

Hyperlapse

 

Sunrise (frítt)
Eitt besta dagatal sem er í boði fyrir iPhone og Android. Appið tengist bæði Google Calendar eða iCal og getur tekið við upplýsingum úr öðrum þjónustum eins og Facebook eða Trello.

Sunrise

 

QuizUp (frítt)
Fólk spilar mikið um jólin og ef þú færð ekki nóg af spurningaleikjum þá er þessi leikur nauðsynlegur. Ef þú hefur ekki prófað þennan ennþá þá er rétti tíminn núna.

QuizUp

 

Inbox by Gmail (frítt)
Ef þú ert til í nýjungar og vilt ekki línulegt email þá mælum við með þessu. Aðeins fyrir Gmail notendur.

Inbox by Gmail

 

Mailbox (frítt)
Fyrir ykkur sem viljið línulegt email og notið Gmail eða iCloud þá er Mailbox málið. Þróað af Dropbox teyminu og gefur þér því allskonar auka eiginleika ef þú notar báðar þjónustur.

Mailbox

 

Elevate – Brain Training (frítt)
Einhverskonar blanda af leik og heilaleikfimi. App ársins í App Store og alveg þess virði að skoða í heilalausum jólaboðum.

Elevate – Brain Training

 

Asphalt 8: Airborne (frítt)
Ef þú ert mikið fyrir bílaleiki þá á þessi ekki eftir að svíkja þig. Stórkostleg grafík sem fær fólk í jólaboðum til að gægjast yfir öxlina á þér á meðan þú spilar.

Asphalt 8: Airborne

 

Monument Valley ($3.99)
Monument Valley vann hönnunarverðlaun Apple 2014 enda ekki furða, leikurinn er glæsilegur.

Monument Valley

 

Clear ($2.99)
Minimalískt. Verkefna. App.

Clear

 

Camera+ ($1.99)
iPhone myndavélin er frábær en fyrir ykkur sem finnst myndavéla appið of takmarkað þá ætti Camera+ að bjarga ykkur.

Camera+

 

Overcast (frítt)
Hlaðvarps app sem býður upp á eiginleika eins og að eyða þögnum í samtölum eða hækka í hljóðstyrk radda . Þó appið sé frítt þarf að greiða fyrir þessa auka eiginleika. Við minnum svo að sjálfsögðu á Hlaðvarp Kjarnans.

Overcast