Harman Kardon Nova umfjöllun

Nova eru tveir hálatalarar sem tengjast með snúru á milli hvors annars. Þeir erum með Bluetooth, NFC, optical og 3,5 mm inngang. Hátlararnir voru prófaðir sem aðalhátlarar í stofu og notaðir til að spila tónlist eða að tengja við sjónvarp.

NOVA_Black_Detail_002_dv535x535

Það fyrsta sem maður tekur eftir er hversu fallega hannaðir hátalarnir eru. Þeir eru búnir til úr glæru plasti, fyrir innan það er litað (svart eða hvítt) plast með snúnum raufum. Að framan er tauefni og einkennismerki fyrirtækisins í miðjunni. Aftan er keilan og á henni er hringlaga málmplata til að verja hana. Þessi hönnun minnir óneitanlega á hina klassísku og vel heppnuðu Soundsticks frá sama fyrirtæki.

SoundSticksIII_Img5_800

Hljómurinn frá hátölurunum er mjög góður miðað við stærð og fyllti stofuna vel, í hæstu stillingu bar ekki vott á skruðningum. Þegar horft er á sjónvarpið tekur maður eftir nýjum hljóðum í sjónvarpsefninu sem að innbyggðu sjónvarpshátalarnir hafa aldrei náð að skila. Auðvelt er að tengja hátalarana hvort sem er með Bluetooth við síma og tölvu, NFC eða í gegnum 3,5 mm innganginn. Hljóð sem kemur þegar að bluetooth aftengist sjálfkrafa þegar að það er ekki verið að spila neitt getur farið í taugarnar á einhverjum en um leið og maður byrjar að spila aftur tengist háltalarnir sjálfkrafa. Þessi hátalarar eru ekki gerðir til að vera meðfærilegir og eru í raun „hilluhátalarar“ sem að sitja á sama stað en er auðvelt að færa ef eitthvað mikið stendur til.

Nova í stofunni

Niðurstaða: Frábær hönnun og hljómur. Þeir eru í dýrara lagi, en eru sterkbyggðir og líklegir til þess að endast lengi. Góðir hátalarar fyrir þá sem vilja fallega hátalara með góðan hljóm en vilja ekki hafa hljómtækasamstæðu í stofunni sem tekur mikið pláss með magnara, snúrum og öðru tilheyrandi.

Simon gefur Harman Kardon Nova fjórar stjörnur af fimm.