LG G3 fær Lollipop í nóvember
LG er ekkert að tvínóna við þetta og mun rúlla út Android 5.0 (Lollipop) út á flaggskipið sitt, LG G3, í nóvember. Það gerir það eitt fyrsta tækið fyrir utan Nexus og Moto tækin að fá uppfærslu. Þetta er talsvert sneggra en 90 daga loforðið frá HTC fyrir One M8 og “sem fyrst” frá Sony fyrir alla Z línuna. LG G2 mun svo hratt fylgja á eftir.
Nexus 5, Nexus 10, Moto X 2014 og Moto G 2014 eru byrjuð að fá Lollipop uppfærslur og er von á að nexus 7 2013 fari inn næst.
Samsung hefur gefið út að Galaxy S5 flaggskipið fái uppfærslu í desember og fyrri flaggskip Galaxy S4 og S3 fái uppfærslu snemma árið 2015.
Android Lollipop hefur fengið mjög góðar viðtökur og er mjög stór uppfærsla. Bæði hefur hún áhrif á rafhlöðuendingu og viðmót. Sjá ítarlega umfjöllun okkar hér.