Tinder býður aukaþjónustu gegn gjaldi
Stefnumóta appið Tinder hefur farið eins og stormsveipur um heiminn undanfarið meðal iOS og Android notenda sem strjúka skjáinn til hægri yfir aðra notendur sem þykja vænlegir til undaneldis.
Sean Rad, einn af stofnendum Tinder, sagði í samtali við Forbes að í nóvember munu notendur geta greitt fyrir auka þjónustu eins og að sjá notendur í öðrum löndum sem er mjög hentugt áður en flutt er til nýrrar borgar eða farið í ferðalag. Grunnþjónustan verður enn sú sama og kostar ekkert en margir notendur hafa beðið um auka eiginleika og Tinder mun mæta þeirri þörf í næsta mánuði.
Fólk notar Tinder í margvíslegum tilgangi eins og að fá ráð frá heimafólki á ferðalögum, fá fleiri fylgjendur á Instagram eða koma tónlist sinni á framfæri.
– Sean Rad
Heimild: Engadget