Pebble sendir frítt til Íslands

Við hjá Símon.is höfum lengi haft augastað á Pebble snjallúrunum en verðið hefur verið of hátt fyrir marga. Nýlega lækkaði Pebble  verðið og eru, því til viðbótar, farnir að bjóða upp á fría heimsendingu hvar sem er í heiminum. Hingað komið kostar því venjulega Pebble rétt rúmlega 15.000 kr. og Pebble Steel rétt rúmlega 30.000 kr. Fyrir þá sem vilja snjallúr þá er Pebble góður kostur og sérstaklega fyrir það að úrin virka fyrir bæði iOS og Android (ekki Windows Phone þó).