Mac tölvur uppfærðar

Apple uppfærði Mac vörulínuna sína í dag. Nýir skjáir, örgjörvar og betri verð.

5K Retina skjár

Það kemur nýr skjár á 27” iMac borðtölvuna sem er með 5K retina upplausn, eða 5120 x 2880 pixla. Sjónvörp með 4K eru varla kominn á markað og Apple rúllar út hærri upplausn en það eins og ekkert sé. Nýi iMac með 5K upplausn verður þó aðeins dýrari en hinn hefðbundni 27” iMac og mun kosta $2499 úti í Bandaríkjunum. Það þýðir að verðið hér gæti verði líklega í kringum 370 þúsund.

screen-shot-2014-10-16-at-2-08-46-pm

Mac Mini sparslaður

Mac Mini borðtölvan fær smá uppfærslu á innvolsi og lækkar um $100 í Bandaríkjunum. Ekki slæmt fyrir góða sjónvarpstölvu. Við væntum þess að tölvan lækki fyrir jól hér á landi.

9to5-image-2014-10-16-at-2-15-55-pm

Yosemite rúllar út í dag

MacOS X notendur geta glatt sig, því ný uppfærsla rúllar út í dag. Uppfærslan heitir Yosemite og er hún ókeypis. Mountain Lion og Mavericks notendur geta uppfært tölvurnar sínar, en þó eru einhverjar vélbúnaðarkröfur. Mikið er af nýjungum, eins og Continuity eiginleikinn til að vinna í sömu hlutunum saumlaust milli iOS tækja og MacOS tækja, SMS og símtalaeiginleiki milli tækja, Spotlight leitin fær fleiri leitarmöguleika og Safari fær slatta af nýjum eiginleikum. Apple lagði mikla áherslu á að Safari væri bæði einn hraðasti vafrinn sem og mjög orkusparandi.

os-x-yosemite