Allt um Apple viðburðin á morgun (fimmtudag)

Fimmtudaginn 16. október mun Apple kynna nýjar vörur á árlegri haustkynningu. Við tókum saman lista yfir það helsta sem má vænta.

iPad

Líklegt er að Apple kynni “S” útgáfur af iPad Air og Mini Retina. Ólíklegt er að útlitið muni breytast mikið, allar breytingar verða á innvolsinu og munu iPad spjaldtölvurnar líklegast fá Touch ID. Hvað verður um Retina-lausa iPad Mini er erfitt að spá. Hann gæti fengið uppfærslu á vélbúnaði og lækkað í verði eða Apple lækkar verðið á allri línuni. En mjög ólíklegt er að hann verði áfram í sölu í óbreyttri mynd þar sem íhlutirnir í honum eru í grunninn frá 2011. Síðasti orðrómurinn er svo um 13″ iPad Pro. Hann væri þá með hærri upplausn og jafnvel stuðningi við penna. Þetta er hinsvegar frekar ólíkegt og hallast flestir miðlar að því að iPad Pro komi í fyrsta lagi næsta vor.

Apple iPad

iMac

Yosemite er á næsta leiti og því verður fagnað með uppfærslum á fartölvum og borðtölvum. Hvort uppfærslurnar verða bara í öflugra innvolsi verðum við að bíða með og sjá. Orðrómur um Retina iMac, endurhannaðan Mac Mini og 12″ Macbook Pro Retina eru háværir. Eitt er víst að við mælum sterklega með því að menn geymi kaup á Apple tölvum í nokkra daga.

Apple TV

Lítið hefur verið um orðróma um uppfært Apple TV. Tilraun Apple til að “breyta stofunni” virðist hafa mistekist. Þeim hefur ekki tekist að sannfæra rétthafa að færa efnið sitt yfir á Apple TV. Líklegt er að algjörlega endurhannað Apple TV box eða jafnvel sjónvarpstæki þurfi að bíða betri tíma. En uppfært núverandi box með app stuðning væri vel þegið.

Hægt er að fylgjast með viðburðinum í beinni útsendingu hér. Einnig munum við tísta um viðburðinn á meðan hann er í gangi og hvetjum við lesendur til að taka þátt í umræðunni með kassamerkinu #AppleIS.

Horfa á viðburðinn: Apple