Apple iPad Air 2 og iPad Mini 3 spjaldtölvur kynntar á morgun

Apple var rétt í þessu að setja fram upplýsingar um nýjar iPad spjaldtölvur sem verða kynntar á morgun í iPad User Guide rafbók sem er fáanleg í gegnum iBooks.

Nýjir iPads

 

Uppfærslan á tækjunum er frekar fyrirsjáanleg. Touch ID eins og við var að búast og engin breyting á hönnun spjaldsins. Líklega verður þó innvolsið uppfært með Apple A8 örgjörva eins og er í iPhone 6 eða jafnvel öflugri A8X örgjörva. Samkvæmt leiðarvísinum verður líka hægt að taka myndir í burst mode á iPad Air 2.

Þá er bara að sjá hvort fleiri nýjungar verði kynntar á morgun og fylgjast með umræðunni á Twitter undir kassamerkinu #AppleIS.