Allt um Apple Watch
“One more thing” sagði Tim Cook á Apple kynningunni sem lauk fyrir skömmu. Setning sem margir héldu að myndi ekki heyrast aftur eftir að Steve Jobs lést enda var hún eitt af hans einkennum á Apple viðburðum. Í þessu tilviki var One more thing Apple snjallúr sem ýmsir greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um að kynnt yrði í dag og eitthvað sem við á Simon (sumir allavega) höfum beðið eftir svo árum skiptir.
Í kjölfarið fylgdi langt myndband sem sýndi þetta fína snjallúr – Apple Watch eða Apple úrið sem er kassalaga en ekki hringlaga eins og sumir höfðu spáð fyrir um. Markmið Apple var að búa til besta úr í heimi. Kannski tókst það – verður fróðlegt að sjá.
Á úrinu er hringlaga takki (e. digital crown) á hliðinni eins og er á venjulegum úrum til að trekkja úrið, nema þessi takki er ekki til að trekkja neitt. Með honum stýrir maður allskonar aðgerðum í úrinu. Það er hægt að skruna (e. scroll) upp og niður og fram og til baka eða til að draga inn og út á korti ef þú ert að nota úrið til að rata. Ef viðkomandi er að nota kortið í úrinu til að rata mun það víbra með mismunandi hætti eftir því hvort maður á að beygja til hægri eða vinstri á næstu gatnamótum. Auk þess er úrið með snertiskjá.
Úrið virkar að sjálfsögðu frábærlega með iPhone símum, maður getur svarað í símann og talað og hlustað auk þess að lesa og svara smáskilaboðum, tölvupósti o.s.frv. auk þess að tala við Siri og fá hana til að aðstoða þig. Úrið mæli hjartslátt og mælir hreyfingu því símanum er annt um heilsu notandans. Úrið mælir hvað hvað notandinn gengur langt eða hleypur og minnir mann á að standa upp og hreyfa sig ef maður hefur setið of lengi. Þá mælir síminn brennsluna og getur sagt þér hvað þú hefur brennt mörgum kaloríum.
Að sjálfsögðu geturðu notað úrið til að borga með Apple Pay – allavega til að byrja með í USA og eftir nokkur ár á Íslandi.
Úrið býður upp á endalausa möguleika á að stjórna hinum og þessum hlutum. Sem dæmi nefna þeir að sitja í lest og úrið lætur þig vita þegar þú átt að fara út (sem verður mjög gagnlegt þegar lestin til Keflavíkur kemur) eða sem dæmi ef þú átt nýlegan BMW þá geturðu læst honum og fylgst með hleðslunni (rafmagnsbíll) o.fl. maður sér alveg fyrir sér þessa þróun í öðrum rafmagnsbílum eins og Teslu Þá geturðu fylgst með stöðunni á fluginu þínu – hvort það sé á tíma og notað úrið til að stjórna Apple TV. Það má ætla að framleiðendur á allskonar tækjum og tólum kappkosti við að búa til öpp fyrir úrið í nánustu framtíð.
Úrið kemur í þremur útgáfum – Apple Watch, Apple Watch Sport og Apple Watch Edition. Úrið syncar við nýja iPhone 6 og aðra iPhone niður í iPhone 5. Ódýrasta útgáfan mun kosta $349 eða ríflega 41 þúsund ISK í Bandaríkjunum. Það verður fróðlegt að sjá hvað úrið mun kosta hér heima.
Apple gefur ekki út nákvæma dagsetningu en úrið kemur á markað snemma árið 2015. Mikið hljóta allir að vera spenntir! Reyndar er smá fyrirvari – Apple minntist ekki einu orði á rafhlöðuendinguna í úrinu. Við hjá Simon erum örlítið smeikir um að það boði ekki gott. Það nennir enginn að ganga með snjallúr sem virkar bara í örfáa klukkutíma. Vonandi er þetta ekki svo slæmt því þá er úrið að fara að seljast í bílförmum.
Úrið verður sem fyrr segir fáanlegt í þremur útgáfum auk þess að vera fáanlegt í tveimur stærðum. Auk þess sem hægt verður að fá óteljandi mismunandi ólar á úrið. Það er því lítil hætta á að það verði meirihluti manna í sama partí með nákvæmlega eins úr! Einnig er hægt að 18 karata gullútgáfur, bæði í í hefðbundnum gull og rósargull.
Þá er vert að geta þess að það er ekki víst að það verði full not af úrinu án þess að eiga einnig iPhone síma því úrið notar fullt af fídusum beint úr símanum eins og GPS og WiFi. Það er því eins gott að eiga allan pakkann til að úrið nýtist sem best.