Apple kynnir tvo nýja iPhone

Apple var rétt í þessu að kynna tvo nýja iPhone síma: iPhone 6 og 6 Plus. Símarnir eru nánast eins að fyrir utan skjástærðina. iPhone 6 kemur með 4.7” Retina skjá og 6 Plus með Full HD skjá.

iPhone 6 white

iPhone 6

Það verður gaman fyrir Íslendinga að segja iPhone sex fyrir framan enskumælandi fólk. Nýr iPhone 6 er algjörlega endurhannaður. Útlitið minnir talsvert á iPad mini og retina. Ramminn utan um skjáinn er ekki eins lítill og t.d. á LG G3 en lítur samt ágætlega út. Síminn er örlítið þynnri en 5S eða 6,9 mm.  Rafhlaðan er einnig stærri (1.810 mAh á móti 1.560 mAh). Taltíminn batnar örlítið, fer úr 10 tímum í (14 tíma í tali og 11 við vefráp).

iPhone 6 bakið

Nýr og öflugur A8 örgjörvi bætir aflið og skjárinn stækkar úr 4 tommum í 4,7 tommur. Upplausnin er 1334 x 750. Myndavélin fær mikla uppfærslu, ekki í milljónum díla en að öllu öðru leiti er hún endurhönnuð. Hér er áfram 8 megadílar, f/2.2 ljósop og myndflagan er algjörlega endurhönnuð. Stærsta breytingin er hristivörn (e. optical image stabilization) sem gerir mikið fyrir myndatöku í lélegum birtuskilyrðum. Síminn styður háskerpumyndbandsupptöku og 720ð myndbandsupptöku í 240 römmum.

iPhone 6 Plus

Plus er í raun í grunninn stærri iPhone 6. Skjárinn er stærri (5,5”) og með full HD upplausn (1080 x 1920). Phone 6 Plus verður í sömu stærð og flest Android flaggskipin: 5,5” skjár með ál umgjörð. Það eru þó nokkrir hluti öðruvísi, annað en skjástærðin. Plus er með mun stærri rafhlöðu (2.915 mAh) en iPhone 6 og 5S enda með mun meira pláss fyrir aftan þennan risavaxna skjá. Plus getur náð 24 tímum í tali og 12 tímum í vefrápi, sem hljómar mjög vel.

Bigger than Bigger