Kjarninn kominn á Android

Snjalltækja vikublaðið Kjarninn kom í gær út á Android. Blaðið hefur verið í boði fyrir iOS síðan síðasta sumar. Við hjá símon.is höfum verð miklir aðdáendur kjarnans síðan hann kom á markað og getum vottað að hann virkar mjög vel á Nexus 4 og Nexus 7. Enginn listi er hinsvegar til yfir þau tæki sem styðja Kjarna appið en tækið þarf að hafa a.m.k Android 4.0.3. Þannig að ef þú ert ekki að nota eldgamalt tæki með pínulitlum skjá þá ættir þú að vera í góðum málum.

Kjarnan er hægt að sækja í Google Play versluninni.