Samsung tilkynnir KitKat uppfærslu fyrir 14 Galaxy tæki
Samsung í Bandaríkjunum tilkynnti í dag uppfærslu fyrir 14 tæki upp í Android 4.4.2 (KitKat). Uppfærslan breytir ýmsu í stýrikerfinu og kom út í nóvember. Lesa má allar helstu breytingarnar á stýrikerfinu sjálfu í frétt okkar. Ekki er víst hvort allar breytingarnar verði í boði á Samsung kerfinu, en samkvæmt þeim verður bætt staðsetningar valmynd, breytt SMS valmynd með valmöguleika á að nota Messaging eða Hangouts og bætt Google Mobile Services, sem gerir notedum m.a. kleift að upphala sjálfkrafa afritum af myndum inn á Google Drive.
Tækin sem fá uppfærsluna í Bandaríkjunum eru eftirfarandi:
- Galaxy Note 3
- Galaxy Note II
- Galaxy S4
- Galaxy S4 mini
- Galaxy S4 Active
- Galaxy S 4 zoom
- Galaxy SIII
- Galaxy SIII mini
- Galaxy Mega
- Galaxy Light
- Galaxy Note 8.0
- Galaxy Tab 3
- Galaxy Note 10.1
- Galaxy Note 10.1 (2014 útgáfa)
Það er áhugavert að sjá að ekki er minnst á neina Samsung þjónustu í fréttatilkynningunni og eru allar nýjungarnar sem þeir lista komnar frá Google í þessari nýju uppfærslu. Orðrómar hafa verið á sveimi að Google hafi beðið Samsung að minnka umsvif á Samsung öppunum og útlitsbreytingar á stýrikerfinu og hafa leknar myndir af nýja S5 stýrikerfinu staðfest þær breytingar. Hvað er til í þeim orðrómum er hinsvegar annað mál.
Ekkert hefur heyrst frá Samsung hvenær uppfærslan rúlli út í Evrópu, en flestir búsast við að það verði fljótlega. Hvort gambling problems tækjalistinn verður sá sami er erfitt að segja, en fleiri Samsung tæki eru í boði í Evrópu en Bandaríkjunum. Við látum ykkur að sjálfsögðu vita um leið og eitthvað heyrist af uppfærslunni, en óþolinmóðir Samsung eigendur ættu að geta farið að hamast á KIES uppfærslutólinu á næstu dögum eða vikum.
Hér má sjá tilkynninguna frá Samsung í heild sinni:
DALLAS, TX – Samsung Telecommunications America (Samsung Mobile) announced today that a number of Samsung Galaxy® devices will receive the Android 4.4.2 (KitKat) software update, enriching the Galaxy experience.
The upgrade provides a number of innovative, easy-to-use features that enhance the user experience, including a more intuitive user interface, enhanced messaging capabilities and updated applications:
Location Menu: An integrated location menu enables users to easily activate GPS, Wi-Fi and mobile networks, while simultaneously checking the battery usage of apps running location service capabilities.
Enhanced Messaging: Enables users to choose between Messages or Hangouts as their preferred default messaging application, and select from a larger assortment of updated Emoji icons.
Upgraded Google Mobile Service™ (GMS) apps: Users can automatically back up photos and video and can open, view, rename and share Google Docs and files.
Samsung Galaxy U.S. devices currently scheduled to receive the KitKat update include select carrier variants of the Galaxy Note® 3, Galaxy Note® II, Galaxy S® 4, Galaxy S® 4 mini™, Galaxy S® 4 Active™, Galaxy S® 4 zoom™, Galaxy S® III, Galaxy S® III mini™, Galaxy Mega®, Galaxy Light, Galaxy Note® 8.0, Galaxy Tab® 3, Galaxy Note® 10.1, Galaxy Note® 10.1 2014 Edition.
Availability varies by carrier and product, with updates beginning today and continuing throughout the coming months.