Galaxy S5 prófaður á MWC – Myndband

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Samsung kynnti Galaxy S5 og þrjú ný Gear úr í gær. Axel Paul frá Símon.is var á staðnum og fékk að prófa tækið í morgun.

[youtube id=”ySzteHPhrnI” width=”600″ height=”350″]

Síminn svipar mikið til Galaxy S4 í útliti og væri það ekki fyrir nýju bakhliðina þá væri erfitt að þekkja þá í sundur án þess að skoða þá náið. Bakhliðin er hinsvegar kærkomin viðbót og lítur töluvert betur út en ég þorði að vona. Gripið á símanum er líka mun betra en á sleipa plastinu sem var á S3 og S4. Helsti munurinn á símunum er sá að neðan á S5 er komin hlíf yfir USB tengið. Það er tilkomið vegna þess að síminn er nú vatnsheldur. Aftan á símanum er svo lítill flötur þar sem púlsmælirinn er.

Galaxy S5 er annars leifturhraður og nýja viðmótið aðeins skárra en það gamla í útliti. Viðmótið er flatara og einfaldara og Samsung dró úr litadýrðinni sem hefur einkennt Galaxy símana hingað til. Síminn inniheldur einnig ýmsar viðbætur sem mátti finna í Note 3 eins og að minnka skjáinn svo hægt sé að nota símann með einni hendi.

Aflæsinging með fingrafari er ekki jafn þægileg og á iPhone 5S. Neminn fyrir fingrafarið er neðst á skjánum og hluti af miðju takkanum og þarf því að renna þumalputtanum eftir neðrihluta skjásins. Þetta er nánast ómögulegt með einni hendi og ekki nálægt því eins þægilegt og að halda þumlinum á takkanum eins og er á iPhonr 5S. Púlsmælirinn sem er aftan á símanum er einnig frekar óþægilegur í notkun og þarf stundum nokkrar tilraunir til þess að hann nái mælingu.

Myndavélin er án efa það sem stendur upp úr, en hún er leifturhröð og nær fókus hraðar en nokkuð annað tæki sem ég hef prófað. Myndirnar eru líka skarpar og góðar. Það eru fáir símar sem ná sambærilegum myndum, en það er þó ómögulegt að segja nákvæmlega til um það við svo litlar prófanir.

Samsung Galaxy S5 er hörkutæki, en viðbótin frá S4 er ekki mikil. Þeir sem hafa beðið með að uppfæra úr S3 eða eldri símum fá frábæran síma í S5. Hinir sem fengu sér S4 í fyrra þurfa ekkert að flýta sér. Við munum fjalla betur um S5 þegar hann kemur út og við getum gert almennilegar prófanir.

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] góð ákvörðun þar sem Samsung og Nokia áttu nær óskipta athygli fjölmiðla þetta árið. Samsung kynnti nýjan Galaxy S síma og Nokia kom með Android símtæki sem fáir vildu sjá. HTC ákvað að halda sína eigin […]

  2. […] síðuna okkar um þessar mundir, enda ein vinsælustu tækin á markaðnum. Við kíktum ekki bara á S5 í dag, heldur einnig á Samsung Gear 2, Gear 2 Neo og Gear Fit snjallúrin. Helsta breytingin í nýju […]

Comments are closed.