Catchy – Þorir þú að spila þennan leik?

Hvað kostaði snjallsíminn þinn mikið? Þorir þú að henda honum upp í loftið til þess að verða stimplaður ofurhugi? Ef svarið er já þá ættir þú að skoða Catchy.

[youtube id=”zDnuWPAJJTw” width=”600″ height=”350″]

Catchy er app sem gengur út á að henda símanum sínum í loftið og grípa hann aftur. Appið notar vélbúnað símans til þess að mæla hve hátt tækinu er hent og reiknar út hversu hátt síminn fór. Það hljómar ansi einfalt og heimskulegt, en leikurinn er þrátt fyrir það fáránlega skemmtilegur.

Í honum eru allskonar mismunandi útgáfur til að spila:

  • Highest: Þar sem þú hendir símanum og reynir að kasta eins hátt og mögulegt er
  • Sum: Náðu ákveðinni hæð í eins fáum köstum og mögulegt er. Því færri köst, því hærri stig.
  • Formula: Leystu reiknidæmið og kastaðu símanum eins nálægt svarinu og þú getur, því nær því hærri stig.

Þetta er þó ekki allt og sumt, heldur er einnig hægt að spila leikinn með vinum. Leikirnir þar virðast helst vera hugsaðir sem drykkju- og samkvæmisleikir. Þar eru eins og stendur aðeins tvær mismunandi útgáfur:

  • Tossing: Hentu símanum til vina þinna og vonaðu að þeir grípa. Nokkrar mismunandi útgáfur í boði eins og til dæmis Drink og Truth or Dare
  • Bomb Tossing: Síminn er tímasprengja, hendið símanum á milli eins hratt og þið getið, sá sem heldur á símanum þegar hann springur tapar. Einnig með Drink og Truth or Dare

simon-catchy

Leikurinn er fáránlega skemmtilegur, en maður þarf að vera ansi klikkaður til þess að þora að spila hann. Einu aðstæðurnar sem ég myndi þora að spila leikinn væri í sundlaug með síma eins og Sony Xperia Z1. Fyrir þá sem þora er þetta örugglega mjög skemmtilegur partý leikur, en það er eins gott að vera vel tryggður. Eins og sést hér að ofan er ég ekki mikill ofurhugi og fór Nexus 5 síminn minn ekki hærra en 23 cm. Appið veit þó hvenær símanum er hent og hvenær þú hreyfir bara hendina, þannig að það er ansi erfitt að svindla.

Catchy er eins og stendur eingöngu til á Android og má sækja á Google Play Store.
Hann er frír, en hægt er að kaupa Bomb Tossing fyrir $0.5.