Ætlar Archos að framleiða Windows Phone-síma?

Forstjóri Archos, Loic Poirie, hefur gefið það út að fyrirtækið sé að skoða þann möguleika að setja Windows Phone-síma á markað.

Archos hefur í gegnum tíðina verið hvað þekktast fyrir margmiðlunarspilara og í seinni tíð spjaldtölvur, en undanfarin misseri hefur þetta franska fyrirtæki verið að gæla við snjallsímamarkaðinn. Archos hefur nú þegar sent frá sér nokkra misgóða Android-síma  og því eru þetta ákveðin þáttaskil í snjallsímaframleiðslunni hjá þeim.

Hinsvegar þá staðfestir forstjórinn að helstu áherslur Archos á snjallsímamarkaðnum muni áfram vera á Android-símtæki og því munu væntanlegir Windows Phone-símar verða viðbót við snjallsímalínuna hjá fyrirtækinu. Ekki hefur verið staðfest hvenær fyrstu símarnir munu líta dagsins ljós.

Heimild: mynokiablog.com

 

archos-a70-it2-main-angle-lg

.