Uppfært Box app + 50GB frítt pláss

Box kynnti í gær uppfært app fyrir iOS. Útlitið fær yfirhalningu í anda iOS 7 og nú er hægt er að skoða yfir 100 tegundir af skjölum í appinu. Leitin hefur verið endurbætt og er mun öflugri og fljótvirkari. Hægt er að afrita, eyða, og klippa mörg skjöl í einu sem gerir Box að mun þægilegra skýja-skjalakerfi en áður. Til að fagna útgáfunni fylgja 50GB af fríu plássi fyrir þá sem sækja appið innan 30 daga.

 

Heimild: Engadget