LG Optimus G – stóri bróðir Nexus 4

Nýjasta Android flaggskip LG þessa stundina er Optimus G . Síminn er keimlíkur Nexus 4, sem hefur ítrekað selst upp hjá Google. Símarnir eru byggðir á sama öfluga innvolsinu og hafa báðir símarnir átt efstu sætin síðastliðna mánuði í flestum mælingum. Símarnir eru þó ólíkir og þá sérstaklega hvað varðar hönnun og viðmót.

Optimus G with GUI 2

Síminn er svartur og mjög stílhreinn, í kringum skjáinn er fallegur krómlitaður rammi sem gefur símanum fágað útlit. Bakhliðin er úr höggheldu Gorilla gleri og er með földu mynstri sem sést við endurskin, ekki ólíkt því sem er á Nexus 4. Síminn er með 4,7 tommu skjá og er léttur, nettur og fer vel í hendi. Neðst á símanum er að finna takkana til að fara til baka, heim og í valmynd. Á hægri hliðinni er að finna ræsi takka og á þeirri vinstri er hjóðstyrkurinn stilltur.

Síminn er mjög hraður þökk sé öflugum Snapdragon S4 Pro fjórkjarna örgjörva og 2 GB vinnsluminnis. Hraðinn kemur að góðum notum við vöfrun og í tölvuleikjum. Síminn styður líka 4G LTE og mun koma til með að virka á íslensku 4G. Það er stór 2100 mAh rafhlaða í símanum sem er ekki hægt að fjarlægja og er endingin góð.

Viðmótið er sveigjanlegt og býður upp á fínstillingar á útliti og skjágræjur (e. widgets) frá LG. Síminn kemur með íslensku viðmóti og er lyklaborð með orðabók. LG hefur tekið sig á í hugbúnaðarmálum og býður upp á fullt af eiginleikum eins og QSlide og QuickMemo. Viðmótið er í ýktum litum og flest skjáforrit (e. widgets) eru frekar ljót.

Síminn er ótrúlega góður þegar kemur að spilun á leikjum, síminn er ótrúlega viðbragðsgóður þökk sé örgjörvans og er skjárinn þægilegur. Með þennan búnað innanborðs tekur maður nánast aldrei eftir neinu hökti í spilun leikja og myndbanda. Rafhlaðan er endingargóð og entist síminn vel út daginn þrátt fyrir mikla notkun.

[youtube id=”JYSHJp3NzHE” width=”600″ height=”350″]

Skjárinn er byggður á IPS+ tækni, sem veitir góða birtu og rétta liti (ólíkt OLED skjám). Þetta er einn besti skjárinn í dag og eini skjárinn sem slær þennan út er á HTC One X.

Optimus G er með 13MP myndavél með sjálfvirkum fókus og björtu flassi. Appið sem fylgir með er skemmtilegt og býður upp á raddskipun til að taka myndir. Myndavélin er snögg að taka myndir og þær koma vel út. Myndir í lítilli birtu án flass notkunnar koma ekkert sérstaklega vel út, sem er einmitt vinsælt í dag. HTC One, Galaxy SIV og Lumia 920 myndavélarnar koma mun betur út.

Optimus G with GUI 1

Kostir

  • Bjartur og skarpur skjár
  • Hraður
  • Skarpar og góðar myndir
  • Góð batterý ending

Gallar

  • Ýkt og ljótt viðmót
  • Lélegar myndir við litla birtu

LG Optimus G fær 4,5 stjörnur af 5 mögulegum frá Simon.is

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Hátalarinn kæfist ekki þegar síminn er lagður á bakhliðina líkt og gerist á Nexus 4 eða LG Optimus G. Maður á þó til að kæfa hátalarann ef maður heldur símanum á hlið, en það venst […]

Comments are closed.