ÍslendingaApp – Sifjaspell ei meir

Það hlaut að koma að því að Íslendingabók yrði breytt í app. Þegar síðan Íslendingabók kom fyrst út á netinu varð gjörbylting í Íslensku samfélagi. Einn galli var þó á þessu að fólk var ekki beint að fara á djammið með fartölvuna hvað þá borðtölvuna. Þegar fólk var komið á heimili hvorts annars gafst lítill tími til að fá að skreppa rétt svo í tölvuna, skella tengiupplýsingunum inn og athuga hvort maður væri að fara að “slæda upp á frænku” hvað þá “slæda upp á hala”

Krakkarnir hjá Sad Engineer Studios komu með lausnina á þessu, með sífellt betri tækni til að einfalda þetta verk færðu þeir Íslendinga bók yfir í snjallsíma form fyrir Android síma.

Appið var hannað vegna samkeppni sem Íslensk Erfðagreining hefur staðið fyrir þar sem verðlaunin eru 1.000.000 kr.

Þegar kveikt er á appinu þarf að tengja sig inn með notendanafni og lykilorði frá Íslenskri Erfðagreiningu, appið man svo eftir skráninga upplýsingunum.

Eftir að appið hefur tengt sig inn kemur upp leitargluggi þar sem hægt er að leita eftir nafni eða afmælisdag(dagur, mánuður, ár)

Efst til hægri í appinu er stillinga takki. Þar inni er hægt að merkja að fá að sjá látna ættingja í dagatalinu í appinu.

Hægt er að láta appið minna mann á afmæli ættingja og hvenær áminningin berst.

Svo er það einn flottasti fítusinn við appið Sifjaspellsspillirinn. Þessi eiginleiki appsins leyfir það að  smella símum saman.

Untitled-2

Þegar ýtt er á menu takkann kemur upp listi með valmöguleikum:

Um mig: Hér er hægt að fá allar upplýsingarnar um notendann, foreldrar, systkyni og börn. Hér er einnig hægt að rekja sjálfan sig við sjálfan sig.

Leita: Þetta fer með þig í leitargluggan sem kemur upp þegar kveikt er á appinu.

Dagatal: Hér fær maður upp afmæli ættingja sinna

Ættartré: Hér fær maður teiknað upp ættartré frá sjálfum sér til forfeðra.

Tölfræði: Hérna fær maður skemmtilega  tölfræði um ættina sína.

Rekja Saman: Í þessum flokki er hægt að láta símanna “bumpa”  Símarnir eru settir upp við hvorn annan og segja þeir notanadnum frá skildleika við viðkomandi. Mjög flottur eiginleiki og við erum mjög hrifin af þessu.

Útskrá: Hér skráir notandinn sig úr símanum svo hann geti lánað öðru fólki símann sinn til að athuga með skyldleika sinn, þeas ef skyldleiki upphaflegs notanda var of mikill.

Flott app og erum við mjög ánægð með þessa þróun. Við hlökkum til að sjá hvernig úrslitin verða í keppninn núna á morgun, Laugardaginn 13. Apríl

 

Appið má nálgast

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] má nefna The Verge, Japan Times, PC Mag, Huffington Post, Cosmopolitan, Cnet og að sjálfsögðu Simon.is. Strákarnir hjá Sad Engineer Studios mega vera mjög ánægðir með árangurinn og hafa fengið […]

Comments are closed.