Android 4.4 KitKat: Snjallara og nothæfara Android

Google kynntu í dag nýjustu útgáfu Android sem hefur útgáfunúmerið 4.4 og ber uppfærslan heitið KitKat. Viðbætur og breytingar eru margar og eru þær helst ætlaðar til þess að láta stýrikerfið líta betur og vera nothæfara.

voice

 

Helstu viðbæturnar eru:

  • Stuðningur við öll tæki með 512 MB eða meira í minni
  • Segja “Ok Google” til þess að opna Google Now, jafnvel þegar slökkt er á skjánum á símanum
  • Láta stjórnunartakka hverfa og þannig nýta alla skjástærðina (Á einungis við um síma sem eru ekki með tökkum)
  • Enn hraðara multitasking
  • Nýtt síma app sem flokkar tengiliði eftir því hverja maður hefur mest samband við
  • Númerauppfletting tengt við Google Maps
  • Hangouts tekur við sem SMS app
  • Stuðningur við prentara
  • Nýtt QuickOffice app sem tengist beint í Google Drive
  • HDR+ myndataka
  • Meiri Chromecast stuðningur
  • Device Manager núna innbyggt í stýrikerfið
  • Auðvelda að skipta um heimaskjái
  • Nýtt email app
  • Aukinn stuðningur við tæki með innrauðum sendi
  • “Low power” tónlistarafspilun
  • Endurhannað NFC
  • Emoji bætt við lyklaborðið
  • Og margt margt fleira!

dial-pad

Flestar breytingarnar eru ekki byltingarkenndar, en helst má nefna að stuðningurinn við tæki með minna minni mun tryggja að eldri tæki fái frekar uppfærslur í Android 4.4. Flestar nýjungarnar gera snjalltækin enn snjallari og er Google augljóslega að nýta margar af þeim þjónustum sem þeir bjóða upp á til þess að ná forskoti á samkeppnisaðila. Sem dæmi má nefna númerauppflettinguna af Maps og nýja Hangouts appið. Prentstuðningurinn er mjög áhugaverður og eru Google greinilega að stíla inn á að nota megi Android tæki í meira mæli á vinnustaðnum og skólanum, sérstaklega með nýja QuickOffice appinu.Hægt er að prenta út skjöl og myndir beint úr tækinu bæði inn á Google Cloud Print og á prentara sem eru tengdir á sama neti og eru með app á Google Play.

Samruni SMS og Hangouts gerir notendum kleift að tala við vini og vandamenn ókeypis í gegnum netið, líkt og hægt er með iMessage á iOS og er byggt inn í Windows Phone. Hangout hefur þó forskot á iMessage með því að allir geta spjallað á Hangouts í gegnum Google+ og þarf því ekki sérstakt forrit til þess á tölvum.

Það verður mjög spennandi að sjá hvernig 4.4 mun reynast, en Nexus 5 síminn kemur með KitKat og er áætlað að Nexus og Google Play Edition tækin fái uppfærsluna á næstu vikum. Það er hinsvegar ómögulegt að segja hvenær hún mun koma á önnur tæki og hversu duglegir framleiðendurnir verða að uppfæra gömul tæki.

Lesa má meira um uppfærsluna á vefsíðu Android

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] breytir ýmsu í stýrikerfinu og kom út í nóvember. Lesa má allar helstu breytingarnar á stýrikerfinu sjálfu í frétt okkar. Ekki er víst hvort allar breytingarnar verði í boði á Samsung kerfinu, en samkvæmt þeim […]

  2. […] Munið að hafa símann nánast fullhlaðinn eða í sambandi við rafmagn og tengdan við þráðlaust net áður en þið sækið uppfærsluna. Núna er bara að bíða eftir að sjá hvenær Samsung uppfærir í KitKat […]

Comments are closed.