Alfreð – Íslenskt app til atvinnuleitar væntanlegt

Alfreð - Google Chrome_2013-01-23_13-08-57

 

 

 

 

 

 

 

Nýtt og spennandi app er væntanlegt á iOS og Android næstkomandi mánudag sem á að auðvelda atvinnuleit fólks.

Appið ber nafnið Alfreð og er gefið út af Stokki Software, sem eru þekktir fyrir að hanna íslensk öpp á borð við N1, Nova og Domino’s.

Appið er skemmtilegt og metnaðarfullt og var gert í þeim tilgangi að auðvelda fólki að leita sér að vinnu. Stokkur sagði nýlega í viðtali við Morgunblaðið að þegar þeir höfðu verið að ráða fólk og fannst vanta betri miðlun til atvinnuleitar á íslenskum markaði.

Með appinu eru þeir að gera atvinnuleit auðveldari og hjálpa fólki að finna atvinnuauglýsingar sem það hefur áhuga á. Meðal annars er hægt að velja ákveðna flokka og fá tilkynningar þegar að ný auglýsing er skráð í flokkinn. Einnig verður hægt að merkja við auglýsingar og fá áminningu um að sækja um áður en umsóknarfrestur rennur út. Í appinu eru einnig hentugar upplýsingar, t.d. hvernig á að búa til ferilskrá og hvernig á að haga sér í atvinnuviðtali. Appið er því einskonar bland af atvinnuauglýsingum og hentugum upplýsingum til að hafa  í huga við atvinnuleitina.

Stokkur setti inn stiklu sem sýnir helstu virknina í appinuog má hana sjá hér að neðan.

Þetta spennandi app kemur á App Store og Google Play næstkomandi mánudag og verður að sjálfsögðu ítarleg umfjöllun hér á Simon.is fljótlega eftir það.

[youtube id=”FUu3q_v2Itk” width=”600″ height=”350″]

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum að Stokkur var að gefa út atvinnuleitar-appið Alfreð. Fyrir þá sem ekki vita er Alfreð nýtt app sem er ætlað til að auðvelda fólki […]

Comments are closed.