Glider Gloves: Alvöru snjallsímahanskar
Íslenski veturinn getur verið ansi kaldur og þá er gott að vera með góða hanska. Það er til aragrúi af
hönskum og vettlingum sem virka með snjallsímum, en flestir þeirra hafa það sameiginlegt að virka mjög illa eða vera úr lélegu efni. Það var því mjög ánægjulegt að uppgötva Glider hanskana sem eru upprunnir í Kanada.
Hanskarnir eru úr mjög góðu efni og eru vel hannaðir. Það eru til tvær tegundir: Winter og Urban. Eins og gefur að skilja eru Winter hanskarnir fóðraðir og mjög hlýir á meðan að Urban er úr þynnri efni og henta því ekki jafn vel í mjög kalt veður. Á hönskunum er búið að tvinna einskonar gúmmínet inn í efnið í lófunum sem gefur mjög gott grip. Það er því þægilegt að nota hanskana með sleipum snjallsímum og gerir það að verkum að það er mjög þægilegt að nota hanskana t.d. við að keyra.
Hanskarnir eru ekki dýrir miðað við hvað þeir eru úr góðu efni. Þeir eru á verðbilinu $23 – $29.99, sem eru um 2.500 – 3.300 kr. á núverandi gengi kanadíska dollarans og kostar sendingin $8 (900 kr). Það þarf þó að passa sig á einu, stærðirnar eru frekar litlar og mælum við því með að panta einni stærð ofar en venjulega. Efnið sem hanskarnir eru úr virka á snjallsímum, þannig að það er hægt að nota allan hanskann en ekki bara einn smáflöt á einum putta eins og er á flestum hönskum.
Hægt er að skoða úrvalið á glidergloves.com. Lesendur Simon.is geta sett 3offGGpromo109044 til þess að fá $3 afslátt af öllum vörum.
Kostir:
- Flott og góð hönnun
- Allur hanskinn virkar fyrir snertiskjái
- Gúmmí sem að eykur grip
- Hægt að framkvæma nákvæmnar snertingar
- Fóðraðir og ófóðraðir, henta vel við íslenskar aðstæður
- Til í mörgum litum
Gallar:
- Litlar stærðir
- Ekki til sölu á Íslandi