Android 4.3 er komið fyrir Galaxy S4
Nú er hægt er að uppfæra Samsung Galaxy S4 í Android 4.3. Hægt er að skoða hvað er í uppfærslunni frá Google, hérna, en einnig koma uppfærslur á öppum og útliti, hægt er að sjá ýtar hér um hvað það er sem uppfærist Samsung meginn. Uppfærslan inniheldur í rauninni ekki neinar gríðarlega breytingar og hafa margir framleiðendur ákveðið að sleppa 4.3 og fara beint í 4.4 í staðinn.
Snöggt á litið þá er þetta fremur útlistsleg breyting og því ekki nein undur og stórmerki að gerast með þessari uppfærslu í símanum. Það sem virðist einna helst hafa breyst efir upp færsluna er að tákn fyrir öpp eru orðin hreinni og flatari. Einnig eru takkarnir á takkaborðinu orðnir ávallari og útlistlega betri. En eins og fyrr var sagt þá er þetta aðallega útlitsleg uppfærsla.
Að því sögðu þá er komið til sögunnar öryggisapp sem heitir Samsung KNOX Container og er hugsað til að að skilja vinnu frá hinu persónulega á símanum. Þannig geta kerfisstjórar valið hvaða forrit þeir leyfa til að nota með vinnu öppum. Þá til dæmis að þú getur tekið myndir á KNOX stjórnanda kerfinu og sent myndina með vinnu póstinum, en þú getur ekki deilt henni á forritum sem kerfistjórnandinn er ekki búinn að leyfa. Hér er myndband frá Samsung sem lýsir KNOX betur.
[youtube id=”Yf3MRrRzUaM” width=”600″ height=”350″]
Þessi uppfærsla er ekki neitt til að hrópa húrra yfir, en þó ánægjulegt að sjá Samsung bregðast við og uppfæra símann fremur hratt miðað við venjulega, þó um minniháttar uppfærslu er að ræða.
Munið að hafa símann nánast fullhlaðinn eða í sambandi við rafmagn og tengdan við þráðlaust net áður en þið sækið uppfærsluna. Núna er bara að bíða eftir að sjá hvenær Samsung uppfærir í KitKat