Windows Phone 8 uppfærsla 3 tilkynnt
Microsoft tilkynntu í morgun nýjustu uppfærsluna fyrir Windows Phone 8. Þetta er síðasta stóra uppfærslan sem kemur út fyrir Windows Phone 8.1, sem á að koma út á næsta ári. Helstu nýjungarnar sem þeir leggja áherslu á eru m.a. stuðningur fyrir stærri skjái og öku stilling (e. driving mode).
Fréttir hafa verið á sveimi um að næsti Nokia síminn, Lumia 1520, verði með 6″ skjá í fullri 1080p háskerpu. Þar sem þetta yrði fyrsti Windows Phone síminn með svo háa upplausn og skjástærð þarf að gera breytingar á stýrikerfinu. Start-skjárinn getur nú birt miklu meira af upplýsingum og fleiri lifandi reiti (allt að sex). Einnig er talið að Nokia munu gefa út fyrstu spjaldtölvuna sína, Lumia 2520, sem mun einnig vera með sömu skjáupplausn.
Uppfærslan mun einnig bæta við stuðning fyrir nýja öflugari örgjörva, eins og Snapdragon 800 fjórkjarna örgjörvann. Það stemmir við þá orðróma um Lumia 1520 og 2520 og bendir því allt til þess að þau verði fyrstu fjórkjarna Windows Phone tækin.
Aðrar nýjungar sem verða í þessari uppfærslu eru t.d. öku stilling (e. driving mode). Þar er hægt að tengja sjálfkrafa handfrjálsan bluetooth búnað, slökkva á símtölum eða smsum og birta færri tilkkyningar á læsiskjánum.
Nýjungarnar eru ýmsar og má hér sjá stutta samantekt á þeim:
- Stuðningur við 1080p háskerpu upplausn
- Öku stilling
- Bætt aðgengi fyrir blinda og sjónskerta
- Bættur stuðningur fyrir heitan reit (e. mobile hotspot)
- Nýir tilkynningar- og hringitónar
- Snúningslás (e. rotation lock)
- Betra viðmót fyrir gagnageymslu
- Hægt að loka öppum í App switcher
- Tengja við WiFi í fyrstu uppsetningu á símanum
- Betri Bluetooth stuðningur
Ekki er komin endanleg dagsetning á uppfærsluna, en Microsoft segir að hún eigi að rúlla út á næstu mánuðum.
Heimild: blogs.windows.com