Viðburður: Undraheimur Lenovo hjá Nýherja

77587_1641_preview

Vinir okkar hjá Lenovo verða með viburð, á vegum Nýherja, í Bíó Paradís fimmtudaginn 3. október.
Þar verður fjallað um framtíðina í PC tölvum og kynna ný Lenovo tæki. Flemming Martens frá Lenovo í Danmörku ætlar að fara yfir framtíðarsýn og þróun á PC markaðinum og nýjungar frá Lenovo og Intel.

Meðal annars verður fjallað um nýju Haswell örgjörvana, nýja skjátækni: HD, HD+, FHD, FHD+ og QHD. Sérstök kynningaverð verða á Lenovo ThinkPad T440s fyrir ráðstefnugesti.

Eftir vibðurðinn verður Kronenburg með bjórkynningu og ættu bjóráhugamenn því ekki að láta sig vanta!

Ókeypis er á viðburðinn, en það verður að skrá sig á vefsíðu Nýherja.