Plants vs Zombies 2 kemur loksins á Android

pvz2

EA tilkynntu rétt í þessu að leikurinn Plants vs Zombies 2 er kominn út á Android. Leikurinn kom út á iOS þann 15. ágúst og hafa Android notendur því þurft að bíða í um 2 mánuði eftir honum. Leikurinn er framhald af hinum gríðarvinsæla Plants vs Zombies sem kom upphaflega út árið 2009. Fyrirkomulagið í nýja leiknum er svipað og í þeim fyrra. Leikmenn berjast við stöðugan straum uppvakninga og berjast gegn þeim með ýmsum tegundum af plöntum. Búið er að bæta við haug af nýjum plöntum og eru töluvert fleiri borð í boði. Í Plants vs Zombies 2 ferðast söguhetjan aftur í tímann og er m.a. farið aftur til Egyptalands og í villta vestrið.

[youtube id=”Vx5ESIHAfR4″ width=”600″ height=”350″]

Ólíkt fyrri leiknum þá er Plants vs Zombies frír. Hægt er að vinna sér inn ýmsar viðbætur sem auðvelda manni að klára erfiðustu borðin. Þessar viðbætur er einnig hægt að kaupa fyrir alvöru peninga ef þolinmæðin er af skornum skammti. Okkur fannst það hinsvegar algjör óþarfi og er auðveldlega hægt að vinna leikinn án þess að eyða krónu.

Plants vs Zombies 2 má nálgast á Android í Google Play Store og fyrir iOS tæki í App Store.