Breyttu snjallsímanum í stafræna smásjá á einfaldan hátt
Með snjallsíma er hægt að gera svo mikið meira en að hringja símtöl og senda sms. Við rákumst á þessa leiðbeiningar hjá Instructables um hvernig nota má snjallsímann sem stafræna smásjá, á ódýran og einfaldan hátt.
Það sem til þarf er viðarplata, þrír langir boltar, nokkrar rær og flugurær, leiser-bendir, vasaljós og plexigler. Að auki þarf borvél og bora til að setja þetta saman. Nánari leiðbeiningar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði og á heimasíðu Instructables.
Við hjá Simon.is höfum ekki prufað þetta en stefnum á að gera það við tækifæri. Ef það er einhver þarna úti sem prufar að búa til svona græju þá má viðkomandi endilega senda okkur línu og segja okkur hvernig til tókst.
[youtube id=”KpMTkr_aiYU” width=”600″ height=”350″]
Sjá ítarlegar leiðbeiningar á vefsíðu Instructables: http://www.instructables.com/id/10-Smartphone-to-digital-microscope-conversion