Nýr og þynnri iPad væntanlegur – myndband

Undanfarið hafa myndir af nýjum iPad lekið á netið og það helsta sem er breytt frá fyrri útgáfum er að sá nýji er minni og þynnri. Hönnunin svipar til iPad mini og því eru brúnir spjaldtölvunnar minni en á núverandi iPad.

iPad 5

 

Myndbandið að neðan sýnir samanburð á iPad 4 og hinum nýja iPad 5. Þó að útlit hins nýja iPad hafi lekið er ekki víst hvenær gripurinn verður kynntur eða hvaða breytingar verða á innra byrði hans. Við hjá Símon munum fylgjast með fréttum af Apple viðburðum og láta lesendur vita um leið og við vitum meira.