Google bíllinn mun mynda götur á Íslandi
Gera má ráð fyrir að Google street view mun bráðlega innihalda myndir af götum á Íslandi því frést hefur að Google bíll sé á leið til landsin með Norrænu til að mynda götur landsins.
Það var eigandi iStore á Íslandi sem sagði frá þessu á Facebook síðu verslunarinnar, en hann er um borð í Norrænu og náði mynd af bílnum á leið um borð, ásamt því að ræða við starfsmenn Google um verkefnið.
Það er því um að gera fyrir fólk að laga til í garðinum og gera „forsetahlið“ götunnar sem fallegasta og jú ekki gleyma að brosa ef bíllinn á leið hjá!
Heimild: iStore á Facebook