Efiðasti leikur í heimi
Eða það vill allavega nafnið á honum meina Hardest Game Ever 2. Hér er á ferðinni leikur sem gefur ekkert eftir, fullur af smá leikjum með það takmark að sína spilaranum hversu…lélegur í tölvuleikjum hann er.
Í okkar tilfelli höfum við ekki ennþá komist yfir auðveldustu borðin til að geta skoðað meira af smáleikjunum, við erum ekki viss hvort við eigum að skammast okkar eða ekki fyrir það. Mögulega þurfum við að eyða meiri tíma í að spila leikinn og sanna fyrir okkur að við getum betur.
Leikirnir snúast allir um fljót viðbrögð og eftirtekt. Við mælum eindregið með þessum leik fyrir alla sem vilja sanna sig og pússa viðbrögðin hjá sér.
Leikur er ókeypis og fæst á bæði Android og iPhone síma. Hægt er að fjárfesta í svindlum til að komast í gegnum borð þegar spilarinn gefst upp einnig er hægt að tengja leikinn við Facebook og sína vinum sínum hversu góður maður er í leiknum, mikilvægara er að það er hægt að sleppa við það til að fela skömmina.