WWDC ráðstefna Apple hefst á mánudaginn

World Wide Developers Conference (WWDC) ráðstefna Apple hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í heila viku frá 10. – 14. júní. Tim Cook, forstjóri Apple, flytur lykilræðu klukkan 17:00 að íslenskum tíma á mánudaginn og má meðal annars búast við að Apple muni kynna iRadio tónlistarveituna sem svipar til Spotify og Rdio. Einnig má búast við nýrri útgáfu af iOS stýrikerfinu fyrir iPhone og iPad og jafnvel uppfærslu á OSX stýrikerfinu fyrir Mac tölvur.

WWDC 2013 undirbúningur er hafinn

WWDC 2013 undirbúningur er hafinn

Við hjá Símon munum fylgjast grannt með og flytja fréttir frá ráðstefnunni um leið og þær gerast.

WWDC
Símon.is á Twitter
Símon.is á Facebook