Nokia kynnir Lumia 925

Nokia kynnti nýlega nýtt flaggskip í Lumia línu sinni sem mun bera heitið Lumia 925. Ekki er um stórvægilega uppfærslu á innviðum símans að ræða, má segja þróun í stað byltingar.

 

Lumia925-2

Helstu tækniupplýsingar eru fljótt á litið svipaðir og á Lumia 920 en Lumia 925 er þynnri, léttari og með hýsingu úr málmi.

Þyngd: 
Lumia 925 er aðeins 138 gr. og er þannig svipaður og Samsung Galaxy S2-S3-S4 sem eru rétt rúmlega 130 gr. Lumia 925 er því um 25% léttari en Lumia 920 sem er 185 gr. en ekki alveg jafn léttur og iPhone 5 sem er aðeins 112 gr.

Myndavél:
Endurbætt 8.7 MP myndavél með IOS og Carl Ziess linsu og flass, ásamt mikið uppfærðum hugbúnaði fyrir myndavélina.

Þynnri:
Lumia 920 var fyrst og fremst þungur út af innbyggðri þráðlausri hleðslu en Nokia ákvað að fara aðra leið með Lumia 925. Núna er þráðlaus hleðslan ekki innbyggð heldur kemur hún sem “hulstur” yfir Lumia 925. Þannig verður hún aukahlutur og er það vel.
Lumia 925:  129 x 70.6 x 8.5 mm   (um 20% þynnri)
Lumia 920:  130.3 x 70.8 x 10.7 mm

Lumia925-5

4G:
Vitanlega er Lumia 925 með 4G (LTE) og kemur til með að styðja öll bönd sem Lumia 920 styður.

Geymslupláss:
Lumia 925 kemur með 16GB geymslurými til að byrja með en seinna kemur útgáfa með 32GB og hann er ekki með rauf fyrir Micro-SD sem verður að teljast vera vonbrigði.

Þetta eru gleðileg tíðindi fyrir Windows Phone notendur sem vilja eiga það stærsta og besta. Nokia virðist með þessu hafa lagað aðal umkvörtunarefni notenda sem hefur hingað til verið þyngd og þykkt.

 

Kynningarmyndband frá Nokia

[youtube id=0iCu9JrWhww width=”600″ height=”350″]