Apple uppfærir Macbook Air

uppfærð Air

Apple var rétt í þessu að uppfæra (lítilega)  Macbook Air fartölvurnar. Útlitið er óbreytt en innvolsið er allt nýtt.  Þær nota núna Hasswlell örgjörvann frá intel og stærsta breytingin er rafhlöðuendingin. 11” útgáfan nær nú 9 tímum og 13” útgáfan hefur, ótrúlegt en satt, 12 tíma rafhlöðuendingu. Geymsluplássið tvöfaldast og grunn útgáfan kemur nú með 128GB flash minni. 13″ Báðar útgáfurnar koma í sölu í Bandaríkjunum í dag og ættu því að detta í sölu hjá okkur á Íslandi á næstu vikum.