Snapchat: Smámyndbönd og myndir þegar þau gerast

Þessa dagana snýst internetið meira og minna um að deila myndböndum og myndum strax og þau eru tekin. Margir skoða myndbönd og myndir um leið og þær birtast, horfa á þær einu sinni og svo aldrei aftur. Myndböndin og myndirnar snúast oftast um einkahúmor innan hópa, tilgangslausar tækifærismyndir eða dónaleg skilaboð.

Eitt vinsælasta app heimsins í dag er Snapchat sem kom fyrst út á iPhone og seinna á Android.

Myndir eða myndbönd eru send á milli vina og birtast í nokkrar sekúndur. Þeim er svo eytt af netþjónum og símtækjum  að eilífu.

Screenshot_2013-05-06-22-45-54Screenshot_2013-05-06-23-22-15Screenshot_2013-05-06-23-21-48

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó er hægt að taka skjáskot af því sem maður fær sent og því þarf að passa upp á innihaldið. Sendandinn fær tilkynningu ef tekin er mynd af því sem hann sendir. Það eru þó til leiðir fyrir óprúttna aðila til að taka afrit af því sem sent er án þess að sendandinn viti af því og þarf því að hafa varann á.

[youtube id=”RnmOZMh_UN8″ width=”600″ height=”350″]

Appið er ótrúlega einfalt og þægilegt í notkun og getur sendandinn vistað þau myndbönd sem hann tekur. Það tekur styttri tíma að senda myndskilaboð í gegnum Snapchat en í gegnum tölvupóst eða MMS, auk þess sem hægt er að skrifa stuttan texta inn á myndirnar og myndböndin  og einnig er hægt að teikna inn á myndir.

Appið getur fundið vini þína út frá Facebook eða símaskránni þinni, en einnig er hægt að bæta þeim handvirkt inn eftir notendanafni.

Appið er ekki til á Windows Phone 8, en mun mögulega koma í framtíðinni.

Hægt er að nálgast appið fyrir  og iPhone.