Ilmandi smáskilaboð

Tæknin þróast á ógnarhraða þessa daganna. Í japan hefur loksins verið fundið upp græja sem leyfir þér að senda lykt með skilaboðum(svo lengi sem viðtakandi sé með búnað til að taka við lyktinni)

Búnaðurinn er hannaður af Chatperf Inc. Í byrjun er bara verið að þróa þennan búnað fyrir iPhone síma. Gallinn við þennan búnað er að aðeins er hægt að senda þá lykt sem að viðtakandi er með í sínum síma. Þannig að ef þú ætlar að vera sniðugur og senda prumpulykt á vin þinn gæti vel verið að hann finni aðeins lyktina af vanilluhúðuðum jarðaberjum, sem að vitaskuld getur valdið miklum ruglingi þegar sendandinn spyr hvort mótakandinn hafi ekki fílað lyktina sem hann sendi á hann.

Búnaðurinn mun kosta 62$ eða um 7.596 kr úti í heimi, en hugbúnaðar þróendur geta prófað að hafa samband við þá hjá Chatperf inc. og aðstoðað þá við að þróa framtíðina fyrir snjallsíma sem og mögulega leikjatölvur.

 

[youtube id=”0klQnTscgRs” width=”600″ height=”350″]

 

Það er þá bara spurning hvenær Google Smell (apríl gabb google 2013) verði að raunveruleika