Google í samkeppni við Spotify

Eins og við sögðum frá í fyrradag er hin árlega Google I/O ráðstefna haldin þessa viku í San Francisco.

Meðal þess sem var kynnt eru endurbætur á Google Music þjónustunni sem er núna komin í beina samkeppni við tónlistarveitur á borð við Spotify og Rdio. Þjónustan kallast Google Music All Access og eins og áður geta notendur hlaðið sinni eigin tónlist inn á Google Music en þar að auki veitir Google aðgang að stóru tónlistarsafni svipað og Spotify. Þjónustan er að vísu ögn takmarkaðri en Spotify að því leyti að þjónustan er einungis virk í vafra og sem Android app.

Google Music fær uppfærslu

Þjónustan kostar $9.99 á mánuði en er ekki í boði á Íslandi eins og er.