Horfðu á Google I/O ráðstefnuna í beinni útsendingu
Google I/O ráðstefnan var að hefjast rétt í þessu og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á Youtube. Meðal þess sem við getum búist við að verði kynnt er ný útgáfa af Android, ný yfirhalning á Google Maps og vonandi nýjar fréttir af Google Glass.
Símon mun birta helstu fréttir frá Google I/O 2013 síðar í vikunni.