Finndu hótel á lágu verði og á besta stað!
I find Hotels!
Þegar skipuleggja á fríið þarf að finna flugfélag, hótel og fararskjóta. Samsetningarnar geta verið óteljandi og oftar en ekki er verð mikilvægasti þátturinn í ákvörðunartökunni. Samsetningarnar geta verið óteljandi og því koma verðsamanburðasíður sér sérstaklega vel.
Mikil vakning hefur verið meðal Íslendinga í svo kölluðu ,,price shopping” eftir velgegni til að mynda Dohop.is. Slíkar síður gera þér kleift að setja saman draumaferðalagið þitt á sem hagstæðastan máta. Það er til ógrynni af slíkum samanburðasíðum og geta þær sýnt mismunandi verð og virka þær misvel.
Hótelsamanburðasíður eins og booking.com og hotels.com eru einnig mjög vinsælar en þær sýna verð á hótelum, ásamt einkunnagjöf og umsögnum og er hægt að bóka í gegnum þær.
I Find Hotels – appið ber saman niðurstöður hjá öllum helstu bókunarsíðum, hótelkeðjum og öðrum öppum. Þannig hefur appið bestu yfirsýnina yfir verð og framboð á hótelum. Appið er nú fáanlegt á íslensku og einnig er verðið í íslenskum krónum.
Þegar I Find Hotels er opnað er hægt að velja um tvær leiðir: Skoða úrval hótela eða finna hótel sem eru nálægt þinni staðsetningu.
Ef fyrri leiðin er valin er byrjað á að velja staðsetningu og fjölda gistinátta. Appið leitar þá að hótelum nálægt þeirri staðsetningu og á valmyndinni er hægt að flokka eftir verði, vinsældum og nálægð við flugvöll eða miðbæ. Flottur fítus við val á hóteli er að ef snjallsíminn er hristur er hægt að sjá staðsetningar hótelanna á götukorti. Þegar hótelið er valið sýnir appið hvaða samanburðasíða gaf það verð og þar er hægt klára bókunina.
Seinni leiðin tekur mið af núverandi staðsetningu og finnur laust herbergi þann dag eða daginn eftir. Niðurstöður leitarinnar eru þá sýndar á háskerpukorti með nafni á hóteli og verð fyrir gistinóttina. Það er því engin leið að villast og auðvelt er að velja það hótel sem er þér næst eða með besta verðið.
Kostir
• Hægt að velja út frá staðsetningu og sjá sjónrænt í háskerpu hvar hótelið er staðsett
• Hægt að velja um gjaldmiðil
• Appið er með 120.000 áfangastaðir allt frá Ísafirði til Abu Dhabi og hægt að velja úr 2 milljónum tilboða
• Í neyð er hægt að sjá hvaða hótelherbergi eru næst þér
• Yfirgripsmikil samantekt yfir öll skráð hótel og því auðvelt að skoða út frá verði, vinsældum og nálægð við flugvöll eða miðbæ
Gallar
• Bókunin fer ekki fram í appinu sjálfu heldur á samanburðarsíðunni
• Ekki hægt að leita að öðru en hótelum
• Aðeins borið saman ódýrasta herbergið miðað við fjölda gesta.
Appið var auðvelt í notkun og hraðvirkt. Eiginleikar snjallsímans fá að njóta sín í appinu en boðið er uppá að miða hótel út frá staðsetningu hans og einnig er hægt að hrista símann til að fá betri mynd af hótel valmöguleikunum.
Appið einfaldar hótelleitina til muna og getur nýst sérstaklega vel ef þig vantar óvænt gistingu eða ert einfaldlega að leita af hagstæðasta verðinu á einfaldasta mátann.