Evróvisjón appið

Sumarið kemur ekki að alvöru fyrr en vinahópar koma sér saman velja sér Evrópuþjóð og standa eða falla með sínu vali í Eurovision partyum. Nauðsynlegt er að vera með eitthvað app til að geta fylgst með hvað er að gerast í keppninni þegar skroppið er frá, hvort það sé rétt á klósetið eða til að forðast lögin sjálf. Stigakeppninn er þó alltaf skemmtileg (að mati höfundar).

Þegar appið keyrir sig upp biður það notandann um að skrá sig inn svo notandinn geti kosið. Notandinn þarf þá að annaðhvort búa sér til Eurovision.tv aðgang eða tengja sig inn á aðganginum sínum. Gefa þarf upp símanúmerið sitt og mun notandinn vera rukkaður eins og hann væri að taka þátt í kosningunni hérna heima (119kr smsið/símtalið)

Notandinn þarf að vera með PayPal aðgang til að geta kosið í gegnum appið og getur að hámarki kosið 20 sinnum.

Hægt er að sleppa við að skrá sig inn en þá er ekki hægt að kjósa í gegnum appið. Ef appið er ekki opið lætur það þig samt vita þegar einhverjir viðburðir eiga sér stað, td nýr flytjandi stígur á svið.

Screenshot_2013-05-14-19-30-04Screenshot_2013-05-14-19-30-54Screenshot_2013-05-14-19-29-58

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Appið hefur 8 valmöguleika:

Timeline: Hér er hægt að fylgjast með því helsta sem er að gerast hjá keppnishöldurunum(Svíþjóð)

Live Show: Hér er hægt að sjá hvaða lag er í gangi núna, sjá textann við lagið, fá áminningu að kjósa, kaupa lagið og upplýsingar um lagið. Appið skiptir á milli þeirra landa sem eru að flytja en hægt er að skoða þá sem eru þegar búnir að flytja.

Music Shop: Hér er hægt að kaupa öll lögin í keppninni, með því að velja á “Buy song” er notandinn tekinn úr appinu of fluttur yfir á eurovision.tv síðuna þar sem lagið er keypt.

Sign up to vote!: Hér er hægt að skrá sig inn eins og appið byrjar á að gera þegar það er fyrst keyrt upp.

About the contest: Hér er hægt að lesa um sögu keppninnar

My Settings: Hér er hægt að tengja sig við twitter aðgang keppninnar og fá upplýsingar beint í blóðið um hvað sé að gera, einnig er hægt að skipta um tungumálastillingar.

Tems of use: Áhugaverðar upplýsingar um notendaskilmála appsins.

Privacy: Friðhelgisupplýsingar

 

[youtube id=”EIlgOLE2sis” width=”600″ height=”350″]

 

Appið er frítt og til handa og iPhone notendum

Windowsphone notendur örvæntið ekki! App hefur verið hannað fyrir ykkur. Þó er ekki hægt að kjósa í gegnum það en hægt er að fylgjast með tweetum um hvað er að gerast sem og að horfa á myndbönd frá keppninni.

Þið getið nálgast það einnig frítt hér